Fimmtudagur 23.janúar 2020
433Sport

Henry Birgir svarar fyrir sig eftir að allt fór á hliðina – ,,Hér slátrar þú konunum en karlmönnunum var klórað þrátt fyrir frammistöðuna á HM“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson, stundum kallaður foringinn, var tekinn af lífi í ummælakerfi á Vísir.is á þriðjudag. Þar skrifaði Henry um kvennalandsleik Íslands og Tékklands. Íslenska liðið olli miklum vonbrigðum í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.

Úrslitin urðu til þess að stelpurnar komast ekki á Heimsmeistaramótið í Frakklandi næsta sumar. Það var markmið liðsins en það náðist ekki. Henry skrifaði um leikinn og það sem flestir sáu, sem fylgdust með.

,,Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki,“ skrifaði Henry í grein sinni sem sjá má hérna.

Skrápurinn þykkari

Eins og fyrr segir voru margir ósáttir við orðalag blaðamannsins og bentu á meintan mun á umfjöllun um karlaliðið annars vegar og kvennaliðið hins vegar.

,,Henry Birgir hvar var niðrandi umfjöllun um íslenska karlalandsliðið eftir HM í sumar. Finnst þér þessi grein uppbyggjandi og gera gagn inn í kvennaboltann. Það er allt í lagi að gagrýna en gagnrýni þarf að vera sanngjörn og hún þarf að vera uppbyggjandi.. Og þið sem starfið við umfjöllun á íþróttum kvenna og karla þurfið að fjalla um þær á svipuðum nótum. Hér slátrar þú konunum en karlmönnunum var klórað þrátt fyrir frammistöðuna á HM. Ég er stolt af báðum liðunum okkar. Það vantaði ekki mikið uppá og við gerum bara betur næst,“ skrifaði Jóhanna Jóhannesdóttir um málið en Henry svaraði fyrir sig á FM957 í morgun.

,,Í gamla daga var þetta pínu óþægilegt, en skrápurinn er þykkari, líkamlega og andlega. Þetta böggar mig ekki neitt, ég hef ekki fengið tölvupóst eða símtal frá neinum sem hefur eitthvað vit á þessu. Ég ætlaði ekki að tékka á þessu, mér var bent á þetta þegar ég kom í vinnu að allt væri brjálað,“ sagði Henry Birgir í Brennslunni.

,,Ég tók meðvitaða ákvörðun þegar ég fór á leikinn, ég hafði ekki skrifað um kvennalandsleik í smá tíma að ég ætlaði að skrifa um leikinn eins og ég myndi gera um karlalandsliðið. Liðið hefur verið verið í hæsta klassa í sjö eða átta ár og framfarirnar miklar. Þetta er að verða eins og hjá strákunum, það hefur ýmislegt lagast í umgjörðinni. Af virðingu við þær, ætlaði ég að skrifa um þær eins og karlalandsliðið. Þær vilja ekki láta tala um sig eins og smákrakka, það var í gamla daga. Þá var ekki talað um markmannsmistök, því var bara sleppt. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum stelpum, ég skrifaði bara heiðarlega. Ég skrifaði eins og þetta blasti fyrir mér, ég hef gert það í mínum skrifum. Fótbolti er þannig, fólk er stundum ósammála. Ég segi hlutina eins og ég sá þá.“

Segir hlutina eins og þeir blöstu við

Hjörvar Hafliðason sem stýrir Brennslunni segir fólk sem drullar yfir svona skrif fylgist ekki með. ,,Eina liðið sem tekur öllu öfugu, er lið sem kemur þessu liði ekkert við. Sér ekki leiki, maður sér að þetta er lið sem er ekkert að fylgjast með.

Henry segist hafa skrifað hlutina eins og þeir voru. ,,Þetta fólk hefur aldrei lesið neitt sem ég hef skrifað um karlalandsliðið, ég fann ekki punkt í þessari umfjöllun þar sem ég hjólaði í manninn. Þær fóru illa með færin sín, seinni hálfleikur var ömurlegur, þjálfarinn var frosinn á hliðarlínunni. Þetta er ekki tengiskrift, ég segi þetta nákvæmlega eins og þetta er. Mér finnst stelpurnar eiga það skilið.“

,,Ég hef alltaf staðið með þessu liði og stelpum, þær eiga það skilið. Oft sem betur fer gengur betur en ekki, liðið olli sjálfum sér vonbrigðum gegn Tékklandi. Þessi leikur átti alltaf að vinnast, ég veit að þær eru svekktastar með sjálfan sig. Ég hélt við værum komin lengra, aftökum út af svona litlum hluti. Hjólað í manninn, sem betur fer truflar það mig ekki. Ég hélt að við værum komin lengur, liðið fær alvöru athygli og umfjöllun.“

Viðtalið við Henry er í heild hérna úr Brennslunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Old Trafford aldrei verið eins tómlegur í miðjum leik?

Sjáðu myndina: Old Trafford aldrei verið eins tómlegur í miðjum leik?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Burnley vann Manchester United á Old Trafford

Burnley vann Manchester United á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mamma hans mjög ósátt: Staðfestir hvert hann vill fara – ,,Koma ekki vel fram við hann“

Mamma hans mjög ósátt: Staðfestir hvert hann vill fara – ,,Koma ekki vel fram við hann“
433Sport
Í gær

Útilokar að fara til Manchester United í þessum glugga

Útilokar að fara til Manchester United í þessum glugga
433Sport
Í gær

Harkaleg rifrildi á æfingu Mourinho: Öskrað mikið – Aðrir ekki ánægðir

Harkaleg rifrildi á æfingu Mourinho: Öskrað mikið – Aðrir ekki ánægðir
433Sport
Í gær

Palmeri fullyrðir tilboð frá United og Inter – 55 og 18 milljónir evra

Palmeri fullyrðir tilboð frá United og Inter – 55 og 18 milljónir evra