fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Pressan

Uppnám hjá danska karlalandsliðinu í knattspyrnu – Samningamál í uppnámi og fastamennirnir spila ekki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 06:08

Christian Eriksen er stærsta stjarna danska liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið uppnám er hjá danska karlalandsliðinu í knattspyrnu en samningaviðræður á milli samtaka leikmanna og danska knattspyrnusambandsins (DBU) fóru út um þúfur um helgina. Þeir leikmenn sem höfðu verið valdir til að spila í þeim tveimur landsleikjum sem á að spila á næstu dögum spila því ekki. Í samningaviðræðunum var að sögn aðallega tekist á um auglýsingasamninga og tekjur af þeim auk tryggingamála og bónusgreiðslna til leikmanna.

Samtök leikmanna buðu DBU að framlengja núverandi samning til næstu mánaðarmóta svo hægt væri að spila þá tvo leiki sem eru á dagskrá á næstu dögum en DBU hafnaði því boði og sagðist líta svo á að leikmennirnir hefðu afboðað sig. Nú er DBU að taka stöðuna hjá liðunum í dönsku deildinni til að kanna hvaða leikmenn eru á lausu og geti hugsanlega spilað landsleikina tvo.

Mikið er í húfi því ef Danir mæta ekki til leiks er hætt við að þeim verði vísað úr keppni, bæði í Þjóðadeildinni og undankeppni EM. Ef svo fer verður það dýpsta lægð danskrar knattspyrnu undanfarna áratugi.

Á síðasta ári voru samskonar deilur á milli DBU og samtaka leikmanna kvennalandsliðsins. Það endaði með að Danir gátu ekki mætt til leiks á móti Svíum í undankeppni HM. Þóttu Danir heppnir að sleppa við að vera vísað úr undankeppninni en Svíum var dæmdur 3-0 sigur í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad