Hatem Ben Arfa hefur fundið sér nýtt lið eftir að hafa yfirgefið lið Paris Saint-Germain í sumar.
Ben Arfa kom til PSG frá Nice árið 2016 en hann kom ekkert við sögu hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Ben Arfa var því frjálst að fara annað í sumar og skrifaði undir eins árs langan samning við Rennes.
Nice hafði áhuga á að fá Ben Arfa í sínar raðir á ný en hann ákvað frekar að semja við Rennes.
Sóknarmaðurinn er 31 árs gamall í dag en Rennes á möguleika á að framlengja samning hans um eitt ár næsta sumar ef hann stendur sig vel.