Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Pepsi-deild karla í dag er lið Vals heimsótti KA á Akureyri.
Sex mörk voru sköruð í þessum hörkuleik en Valur var hársbreidd frá því að fara heim með engin stig.
Birkir Már Sævarsson tryggði Val stig með marki í uppbótartíma í 3-3 jafntefli en Kristinn Freyr Sigurðsson lagði það mark upp. Hann skoraði einnig tvö í leiknum.
Stjarnan er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals eftir leik við Fjölni. Stjörnumenn voru flottir og unnu 3-1 sigur.
Breiðablik gat ekki nýtt sér jafntefli Vals til að komast nær toppnum og gerði 1-1 jafntefli við Grindavík.
ÍBV og Víkingur Reykjavík skildu þá einnig jöfn 1-1 í Eyjum þar sem Geoffrey Castillion komst aftur á blað fyrir Víkinga.
KA 3-3 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson(15’)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(27’)
2-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson(39’)
2-2 Kristinn Freyr Sigurðsson(53’)
3-2 Callum Williams(64’)
3-3 Birkir Már Sævarsson(92’)
Fjölnir 1-3 Stjarnan
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson(17’)
1-1 Þórir Guðjónsson(25’)
1-2 Guðjón Baldvinsson(64’)
1-3 Ævar Ingi Jóhannesson(88’)
Breiðablik 1-1 Grindavík
1-0 Thomas Mikkelsen(33’)
1-1 Will Daniels(75’)
ÍBV 1-1 Víkingur R.
0-1 Geoffrey Castillion(7’)
1-1 Sindri Snær Magnússon(26’)