Ísland 0-2 Þýskaland
0-1 Svenja Huth(41’)
0-2 Svenja Huth(73’)
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við tap í dag er liðið fékk stórlið Þýskalands í heimsókn á Laugardalsvöll.
Það var frábær mæting á leikinn í dag sem fór fram í undankeppni HM og var stemningin í stúkunni stórkostleg.
Verkefnið gegn Þýskalandi var alltaf að fara verða erfitt en íslenska liðið þurfti að lokum að sætta sig við 2-0 tap.
Svenja Huth kom þýska liðinu á 41. mínútu fyrri hálfleiks en gestirnir höfðu áður pressað stíft að íslenska markinu.
Eftir gott spil í síðari hálfleik bætti Huth svo við sínu öðru marki og gulltryggði þeim þýsku stigin þrjú.
Ísland þarf því að treysta á sigur gegn Tékkum á þriðjudag til að eiga möguleika á að komast í umspil um laust sæti á HM.