Peter Crouch, leikmaður Stoke City á Englandi, segist vera klár að spila fyrir landsliðið ef Gareth Southgate þarf á sér að halda.
Crouch hefur ekki spilað fyrir England í heil átta ár en hann er 37 ára gamall í dag.
Crouch gerði 22 mörk í 42 landsleikjum fyrir England en hann segist aldrei hafa lagt landsliðsskóna á hilluna.
Framherjinn ræddi einnig ákvörðun Jamie Vardy sem ákvað að kalla þetta gott í síðustu viku.
,,Ég hef ekki spilað fyrir landsliðið síðan ég lék minn 42. landsleik gegn Frökkum árið 2010 en ég hef aldrei lagt skóna á hilluna,” sagði Crouch.
,,Roy Hodgson ákvað að hætta að velja mig, það var ekki mín ákvörðun. Ég er enn til staðar og verð það áður en skórnir fara á hilluna.”
,,Með öðrum orðum, ég gæti aldrei gert það sem Jamie Vardy gerði í síðustu viku.”