fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Þórarinn: „Við KR-ingar erum búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið“

433
Föstudaginn 31. ágúst 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður og bakþankahöfundur Fréttablaðsins, segir að þó KR-liðið sé ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla, fyrir neðan lið eins og Val, Stjörnuna og Breiðablik sé KR búið að vinna.

Þetta segir Þórarinn í spaugilegum pistli á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Þórarinn ólst upp á Melunum, bjó þar fyrstu ár ævi sinnar, en segir að foreldrar hans hafi flutt hann „nauðugan“ í Kópavoginn.

„Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara.“

Þórarinn bætir við að KR hafi mest tilfinningagildi fyrir þá sem búa á Melunum eða eru þaðan og fótboltafélagið í Frostaskjólinu sé sverð þeirra, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu.

„Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið.“

Þórarinn nefnir að það að vera KR-ingur sé löng kennslustund í þolinmæði þar sem mótlæti og vonbrigði eigi það til að banka upp á. „Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur.“

Hann segir síðan að styrkur KR og stærð séu fólgin í að sama hvernig gengur þá elski andstæðingar KR að hata liðið. „Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum.“

Þórarinn segir að endingu að hann sofi þess vegna alveg ágætlega á Grenimelnum „á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna