Hector Bellerin, leikmaður Arsenal á Englandi, fékk fallega gjöf frá breska listamanninum Endless í gær.
Bellerin fékk í hendurnar risastórt málverk en þar má sjá andlit spænska bakvarðarins og í bakgrunn er Frúarkirkjan í Ágsborg.
Bellerin bað Endless um að búa til listaverkið á síðasta ári er þeir hittust í Kensington þar sem Spánverjinn var ásamt Alex Iwobi.
,,Að mínu mati er Endless einn sá besti og svalasti breski listamaðurinn í dag,” sagði Bellerin um nýja vin sinn.
Bellerin hefur lengi verið fastamaður hjá Arsenal og hefur byrjað alla þrjá deildarleiki liðsins á þessu tímabili.