Miðjumaðurinn Giovani Lo Celso hefur skrifað undir samning við lið Real Betis á Spáni.
Þetta var staðfest í kvöld en Lo Celso gerir lánssamning við Betis sem getur svo keypt hann næsta sumar.
Þessi 22 ára gamli leikmaður er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi og kom þangað árið 2016.
Lo Celso á að baki 36 deildarleiki fyrir PSG en hann kom til félagsins frá Rosario Central í Argentínu.
Lo Celso er einnig argentínskur landsliðsmaður en hann á að baki fimm leiki fyrir sína þjóð.