Michel Platini, fyrrum leikmaður Juventus, skilur ekki af hverju Cristiano Ronaldo samdi við félagið í sumar.
Ronaldo hafði unnið allt mögulegt með Real Madrid á Spáni og var keyptur til Juventus fyrir 88 milljónir punda, 33 ára gamall.
Platini segir að þessi ákvörðun Ronaldo sé óskiljanleg og segir að hann hætti sjálfur að spila 32 ára gamall.
,,Ég tel að það sé mjög skrítið að hann hafi yfirgefið Real Madrid 33 ára gamall, þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar í röð, til að prófa nýtt ævintýri,” sagði Platini.
,,Þegar ég var 32 ára gamall að spila þá voru mörg lið sem vildu fá mig en ég hætti því ég var svo þreyttur. Ég get ekki skilið þessi skipti.”