AC Milan 2-1 AS Roma
1-0 Franck Kessie
1-1 Federico Fazio
2-1 Patrick Cutrone
Það var mikil dramatík á Ítalíu í kvöld er AC Milan fékk lið Roma í heimsókn á San Siro.
Um er að ræða tvö af stærstu liðum Ítalíu en það voru heimamenn í AC Milan sem höfðu betur, 2-1.
Franck Kessie skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Milan í fyrri hálfleik áður en Federico Fazio jafnaði metin fyrir gestina.
Staðan var 1-1 alveg þar til á 95. mínútu leiksin er Patrick Cutrone tryggði Milan sigur með nánast síðustu spyrnu leiksins.
Þetta var fyrsti sigur Milan á tímabilinu en liðið tapaði 3-2 fyrir Napoli í fyrstu umferð. Roma hefur þá leikið þrjá leiki og er með fjögur stig.