Framherjinn Sandro Ramirez hefur skrifað undir samning við lið Real Sociedad á Spáni.
Þetta var staðfest í kvöld en þessi 23 ára gamli leikmaður gerir eins árs langan lánssamning við spænska liðið.
Sandro kom til Everton frá Malaga árið 2017 en spilaði aðeins átta deildarleiki og tókst ekki að skora.
Spánverjinn var lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð þar sem hann lék 13 leiki og tókst ekki að skora.
Hann fær nú tækifæri til hjá Sociedad sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni.