Jose Mourinho er rétti maðurinn fyrir Manchester United segir fyrrum leikmaður liðsins, Ryan Giggs.
Mourinho er talinn ansi valtur í sessi eftir erfiða byrjun á tímabilinu en Giggs segir að það væri vitleysa að reka Portúgalann.
,,Manchester United er nú þegar með frábæran stjóra,” sagði Giggs við blaðamenn.
,,Félagð er að ganga í gegnum erfiða tíma en þú verður að vinna í því að komast úr þeirri holu.”
,,Ég sé ekki hvaða leið United getur farið eftir Mourinho. Þeir eru með rétta manninn og eiga að halda honum.”