Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, hefur útilokað það að hann muni snúa aftur til Manchester United.
Pique var í fjögur ár á Old Trafford áður en hann gekk í raðir Barcelona og hefur verið lykilmaður þar undanfarin ár.
Pique hefur nokkrum sinnum verið orðaður við sitt fyrrum félag en hann mun ekki leysa vandamál liðsins í vörninni.
,,Ég tel ekki að það muni gerast. Ég er mjög ánægður hérna,” sagði Pique í samtali við the Daily Star.
,,Þetta er mitt heimili. Fjölskyldan mín er hér og vinir. Ég er að spila fyrir félagið sem mig dreymdi alltaf um að spila fyrir og vil vinna fleiri titla hér.”