Stoke City er komið áfram í enska deildarbikarnum en liðið fékk Huddersfield í heimsókn í dag.
Stoke leikur í ensku Championship-deildinni en Huddersfield í úrvalsdeildinni. Stoke féll á síðustu leiktíð.
Stoke hafði betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Saido Berahino fyrra mark liðsins.
Berahino hefur verið í miklum vandræðum síðustu ár og hefur ekki staðið undir væntinum eftir að hafa samið við Stoke.
Berahino skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í 913 daga en hans síðasta mark kom gegn Crystal Palace í febrúar 2016.
Það gerir alls 40 klukkutíma á vellinum en Berahino lék með West Brom er hann skoraði það mark.