Richarlison, leikmaður Everton á Englandi, var vonsvikinn á dögunum er hann var ekki valinn í brasilíska landsliðið.
Þessi 21 árs gamli leikmaður byrjað feril sinn hjá Everton vel. Hann kom frá Watford í sumar.
Sóknarmaðurinn kostaði Everton 35 milljónir punda og skoraði í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir liðið.
Richarlison hefur nú verið valinn í brasilíska hópinn eftir að Pedro, leikmaður Fluminese, meiddist á dögunum.
Richarlison tekur stöðu Pedro í landsliðinu en liðið á leiki við Bandaríkin og El Salvador í næsta mánuði.