Marseille í Frakklandi hefur tryggt sér miðjumanninn Kevin Strootman en hann skrifaði undir í dag.
Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Marseille undanfarið en hann var á mála hjá Roma.
Strootman er 28 ára gamall leikmaður en hann gerir fimm ára samning við Rudi Garcia og félaga í Marseille.
Marseille borgar 25 milljónir evra fyrir Strootman sem kom til Roma frá PSV Eindhoven árið 2014.
Strootman var um tíma lykilmaður í ítalska liðinu en var ekki í plönum félagsins á þessu tímabili.