Heimir Guðjónsson og hans menn í HB töpuðu bikarúrslitunum í Færeyjum á dögunum er liðið mætti B36.
HB tapaði leiknum í vítakeppni en B36 endaði leikinn með níu menn á vellinum og tókst á ótrúlegan hátt að sigra.
HB spilaði alla framlenginguna með 11 leikmenn gegn níu en tókst ekki að skora og tapaði svo í vítakeppni.
Böðvar Böðvarsson, fyrrum leikmaður Heimis hjá FH, sendi bæði honum og fyrrum liðsfélaga sínum, Grétari Snæ Gunnarssyni skilaboð í stöðunni 2-1.
Böðvar hélt að leikurinn hafi verið búinn í stöðunni 2-1 en B36 jafnaði metin á 95. mínútu í uppbótartíma.
Böðvar birti mynd af skilaboðunum sem hann sendi Grétari á Twitter en hann fékk svarið ‘já’ til baka.
Tveir dagar frá því að ég sendi Heimi Guðjónssyni og Grétari snæ til hamingju með bikarmeistaratitilinn skilaboð, leikurinn tapaðist síðan í vító. Ég hélt að leikurinn væri búinn í 2-1. Grétar virtist allavega taka þessu vel. pic.twitter.com/myvoomHT60
— Böðvar Böðvarsson (@Boddi95) 27 August 2018