Davy Klaassen, fyrrum leikmaður Everton, nýtti tímann í gær og ákvað að gagnrýna ensku úrvalsdeildina.
Klaassen samdi við Everton á síðasta ári en aðeins 12 mánuðum seinna var hann seldur til Werder Bremen.
Hollendingurinn segir að það sé erfitt að spila á Englandi og að allt snúist um peninga.
,,Á Englandi þá snýst þetta allt um peningana. Þessi lið geta eytt eins og þau vilja,“ sagði Klaassen.
,,Það eru ekki eins peningar í Þýskalandi. Félögin hafa meiri áhyggjur af hugmyndafræðinni og að koma að sinni hugmynd.“
,,Fyrir mig að fara til Bremen er einnig til þess að komast aftur í umhverfi þar sem fótboltinn byrjaði.“