KR 4-1 ÍBV
1-0 Kennie Chopart(10′)
2-0 Pálmi Rafn Pálmason(víti, 31′)
3-0 Pálmi Rafn Pálmason(víti, 36′)
4-0 Finnur Orri Margeirsson(63′)
4-1 Sindri Snær Magnússon(78′)
KR vann stórsigur í Pepsi-deild karla í dag er liðið fékk ÍBV í heimsókn á Alvogenvöllinn.
KR-ingar voru í miklu stuði í leiknum í dag og þá serstaklega í fyrri hálfleik og gerðu þrjkú mörk.
Kennie Chopart skoraði fyrsta mark KR á 10. mínútu áður en Pálmi Rafn Pálmason bætti við tveimur úr vítaspyrnum.
Finnur Orri Margeirsson gerði svo fjórða mark KR áður en Sindri Snær Magnússonm klóraði í bakkann fyrir ÍBV.