Antonio Conte yfirgaf Chelsea í sumar eftir tvö ár en hann var rekinn eftir slæmt gengi á síðustu leiktíð.
Conte vann deildina á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea og fékk David Luiz þá reglulega að spila.
Luiz fékk hins vegar ekki mikið að spila undir Conte á síðustu leiktíð og viðurkennir hann það að hann hafi líklega farið annað hefði Conte verið um kyrrt.
,,Ef stjórinn hefði verið hér áfram þá hefði ég auðvitað mögulega þurft að færa mig um set. Núna er ég hér og ánægður,“ sagði Luiz.
Maurizio Sarri tók við Chelsea af Conte og hefur Luiz verið fastamaður hjá honum í byrjun tímabils.