Framherjinn Wang Shanshan mun líklega aldrei gleyma leik gærdagsins er kvennalandslið Kína mætti Norður-Kóreu á Asíuleikunum.
Shanshan hefur nú þegar skorað 11 mörk á mótinu til þessa en Kína vann Norður-Kóreu 16-0 í gær.
Shanshan byrjaði leikinn í gær á varamannabekknum en kom inná á 56. mínútu í síðari hálfleik.
Þessi 28 ára gamli framherji skoraði þrennu af þrennum í leik gærdagsins í öruggum sigri Kína.
Shanshan skoraði níu mörk á aðeins um 30 mínútum og gerði á meðal annars þrennu í uppbótartíma!
Kína fór örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en Shanshan skoraði í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni.