Hugo Lloris, markvörður Tottenham, var stöðvaður af lögreglunni í nótt er hann var undir áhrifum áfengis.
Lloris var keyrandi bifreið sína eftir að hafa smakkað áfengi og hefur nú verið ákærður af lögreglunni í London.
Frakkinn þarf að mæta fyrir rétt þann 11. september næstkomandi en hann er sjálfur miður sín eftir atvikið.
,,Ég vil biðja fjölskyldu mína, félagið, liðsfélaga, þjálfara og alla stuðningsmenn afsökunar,“ sagði Lloris.
,,Að keyra undir áhrifum er óásættanlegt. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ég gerði og þetta er ekki sú fyrirmynd sem ég vil vera.“