fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433

Plús og mínus – Getur hann tryggt þeim titilinn?

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er nú með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildarinnar eftir sigur á KR í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í Kópavogi en það gerði varamaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson fyrir heimamenn.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Blikar eru komnir á toppinn! Það gerir mikið fyrir þá grænu í framhaldinu en Stjarnan og Valur eiga þó leik til góða.

Blikar eru svo geggjaðir þegar þeir sækja hratt á þig. Hraðinn í sókninni er mikill og skapaði verulegan usla í kvöld.

Bestu leikmenn KR náðu sér ekki á strik í kvöld og það er einfaldlega bara vörn Blika að þakka. Svo sterkir aftast og fá á sig fá mörk.

Thomas Mikkelsen gæti verið sá maður sem gerir gæfumuninn fyrir Blika. Framherjinn er frábær leikmaður, tryggir hann þeim titilinn?

Varamaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í leiknum með skoti fyrir utan teig. Lét bara vaða og það borgaði sig, vel gert! Hann var kallaður til baka úr láni á dögunum og svarar kallinu strax.

Mínus:

Á móti þá set ég spurningamerki við Beiti í marki KR. Skot Alexanders var ekki fast og hefði hann átt að gera betur.

Atvik leiksins kom í fyrri hálfleik er Óskar Örn Hauksson átti skot að marki Blika sem Gunnleifur missti í markinu. Boltinn virtist hafa farið yfir línuna, ég smelli þessu í mínus. Mark tekið af KR þó að það sé erfitt að staðfesta það.

Fyrri hálfleikurinn í kvöld var heilt yfir ansi dapur. Við fengum lítið af færum og lítið af fjöri. Aðeins skárra í þeim seinni.

Rúnar Kristinsson veit alveg hvað hann er að gera en af hverju er Albert Watson mættur aftur í byrjunarliðið? Tveir sigurleikir í röð án hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík