Hörður Björgvin Magnússon var gríðarlega stoltur er við ræddum við hann eftir 1-1 jafntefli við Argentínu á HM í dag.
Hörður spilaði vel í leiknum en Argentína fékk þó víti eftir að hann hafði brotið á sóknarmanni liðsins.
Hannes Þór Halldórsson kom Herði til bjargar en hann varði víti Lionel Messi frábærlega.
,,Upplifunin er geðveik. Ég held að menn átti sig ekki á því að við gerðum jafntefli við Argentínu,“ sagði Hörður.
,,Þetta er stórt afrek bara í knattspyrnusögunni að hafa náð því. Sterkur varnarleikur okkar skilaði þessu stigi.“
,,Við vorum heppnir en við vissum allan tímann að Hannes myndi taka þetta víti.“
,,Strikerinn gerir þetta vel, hann hleypur í hlaupalínuna mína og dettur inn í teig. Boltinn var langt frá atvikinu.“
,,Ég var yfirvegaður og rólegur yfir þessu mómenti. Ég sá að það var komið að Hannesi að taka af skarið og klára þetta fyrir okkur.“
,,Það hefði verið sjokk og skellur [hefði hann skorað]. Skellurinn fór í burtu þegar Hannes tók þetta en auðvitað er leiðinlegt þegar svona atvik gerast.“