Ísland 2-0 Slóvenía
1-0 Glódís Perla Viggósdóttir(54′)
2-0 Glódís Perla Viggósdóttir(66′)
Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan sigur í undankeppni HM í kvöld er liðið mætti Slóveníu á Laugardalsvelli.
Stelpurnar okkar berjast við Þýskaland um efsta sæti riðilsins og fengu þrjú sterk stig hér heima í kvöld.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari er Glódís Perla Viggósdóttir kom boltanum í netið.
Glódís var svo aftur á ferðinni stuttu seinna er hún stangaði boltann inn eftir hornspyrnu og staðan orðin 2-0.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og unnu íslensku stelpurnar flottan sigur í riðlinum og fara í toppsætið.