Everton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Bæði lið fengu fín tækifæri til þess að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki og lokatölur því 0-0.
Loris Karius, markmaður Liverpool var nokkuð sáttur með stigið á Goodison Park í dag.
„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en þeir settu svo góða pressu á okkur í þeim síðari,“ sagði markmaðurinn.
„Við spiluðum erfiðan leik í vikunni og það dró aðeins af okkur, þetta voru sanngjörn úrslit. Ég var ánægður með vörluna hjá mér, ég náði að setja puttana í þetta og að halda hreinu er alltaf jákvætt.“
„Við vorum með nýja varnarlínu í dag sem gerir þetta sætara. Ég les ekki blöðin og tek ekki mark á þeim, ef ég gerði það þá værum við með tíu nýja markmenn hérna á næsta ári,“ sagði hann að lokum.