fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433

Einkunnir úr tapi gegn Perú – Jóhann Berg bestur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 01:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið átti undir högg að sækja er liðið mætti Perú í æfingaleik í nótt.

Leikurinn fór fram í New Jersey en 1-1 jafntefli var í hálfleik þar sem Jón Guðni Fjóluson jafnaði leikinn.

Perú stjórnaði ferðinni í síðari hálfleik og vann að lokum 1-3 sigur, sannfærandi.

Íslenska liðið tapaði báðum leikjum í þessu verkefni.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Frederik Schram 5
Steig feilspor í fyrsta marki Perú en annars átti hann fínan leik.

Hjörtur Hermansson 4
Staða hægri bakvarðar virðist langt því frá henta Hirti miðað við frammistöðu kvöldsins.

Ragnar Sigurðsson 4
Var mjög ólíkur sjálfum sér, oftar en ekki besti leikmaður liðsins en í dag Ragnar mistækur.

Jón Guðni Fjóluson 6
Var í smá vandræðum varnarlega framan af leik en vann sig inn í leikinn og skoraði gott mark.

Ari Freyr Skúlason (´79) 5
Gerði meira gagn fram á völlinn en í varnarleiknum í þessum leik.

Jóhann Berg Guðmundsson (´72) 7 (Maður leiksins)
Besti maður liðsins og sýndi það þegar Ísland var með boltann að hann er að spila á hæsta stigi.

Birkir Bjarnason (´77) 6
Vann fína vinnu á miðsvæðinu og staða sem hann er vanur að leysa. Frábær hornspyrna sem skapaði markið.

Ólafur Ingi Skúlason 4
Var hægur í sínum aðgerðum og langt á eftir öllu.

Rúrik Gíslason (´57) 5
Náði ekki almennilegum takti við leikinn þó á köflum hafi matt sjá hæfileika hans.

Kjartan Henry Finnbogason (´63) 5
Barðist vel en hlutirnir féllu ekki alveg með Kjartani í nótt.

Björn Bergmann Sigurðarson 5
Var að berjast en náði ekki að klára gott færi í fyrri hálfleik.

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason 4 (´57)
Bætti ekki neinu við leik Íslands

Theodór Elmar Bjarnason 4(´63)
Bætti ekki neinu við leik Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Í gær

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans
433Sport
Í gær

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari