Jose Fonte er á leiðinni til Kína en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Hann er að ganga til liðs við Dailan Yifang en hann kemur til félagsins frá West Ham.
Fonte hefur ekki átt fast sæti í liði West Ham síðan að David Moyes tók við liðinu í vor.
Það var Slaven Bilic, fyrrum stjóri liðsins sem keypti hann á sínum tíma frá Southampton til West Ham.
Fonte mun hækka umtalsvert í launum en kínverska félagið er sagt tilbúið að borga í kringum 5 milljónir evra fyrir hann.