England reynir að hfa betur gegn Skotlandi í baráttunni um Scott McTominay miðjumann Manchester United.
McTominay er frá Englandi en amma hans og afi eru frá Skotlandi og því gæti hann spilað fyrir skoska liðið.
Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur aldrei spilað fyrir yngri landslið Englands.
Nú eru Englendingar að fatta að McTominay gæti orðið öflugur spilari en hann hefur byrjað síðustu leiki United.
Því eru Englendingar að reyna að sannfæra McTominay um að koma í leiki U21 árs landsliðsins í næsta mánuði.