Dennis Wise fyrrum miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni ráðleggur Marcus Rashford að skoða framtíð hjá sína hjá Manchester United.
Rashford byrjar reglulega en þá oftast sem kantmaður og Wise telur að hann þurfi að horfa á það.
Rashford er ein af vonarstjörnum United en bæði Romelu Lukau og Alexis Sanchez munu taka frá honum spiltíma.
,,Hann þarf að fara að byrja reglulega leiki,“ sagði Wise.
,,Þetta er eitthvað sem hann verður að skoða þegar líður á feril sinn.“
,,Það eru margir góðr leikmenn þarna, það er Lukaku þarna og hann þarf að koma sér á undan honum í liðið. Ég er ekki viss um að það tekist.“