Frank Lampard fyrrum miðjumaður Chelsea segir að Jose Mourinho stjóri Manchester United elski Paul Pogba og vilji honum allt gott.
Mourinho hefur verið að stuða Pogba undanfarið með því að vera með hann á bekknum og taka hann af velli.
,,Jose Mourinho hefur sannað að hann er ekki hræddur við Paul Pogba og hann er klár í að taka stórar ákvarðanir,“ sagði Lampard.
,,Mourinho elskar Pogba, hann vill að honum gangi vel.“
,,Hann er ekki að gera þetta af neinni annari ástæðu heldur til þess að reyna að fá meira úr honum, stuða hann aðeins.“