Thibaut Courtois markvörður Chelsea á í viðræðum við félagið um nýjan samning en hann á bara rúmt ár eftir.
Courtois langar að flytja til Madríd þar sem fyrverandi kærasta hans býr ásamt tveimur börnum sem þau eiga saman.
,,Ég er ekki öruggur hvar framtíðin liggur,“ sagði Courtois.
,,Ég á tvö börn á Spáni, í Madríd og það getur verið erfitt. Ég á ár etir af samningi við Chelsea, ég er glaður hérna og er að ræað við Chelsea.“
,,Chelsea hefur veðjað á hæfileika mína frá byrjun og því gleymi ég ekki svo fljótt.“
Courtois er orðaður við Real Madrid og það gæti heillað.
,,Ég held að Florentino Perez, forseti Real Madrid hringi ekki í mig. Hann myndi hringja í umboðsmann minn og hann myndi glaður hlusta.“