Ashley Young hefur ákveðið að svara Roy Keane fyrrum fyrirliða félagsins sem lét hann heyra það.
Keane sagði í síðustu viku að varnarleiku United yrði til vandræða svo lengi sem Young sé að spila.
Young sem er gamall kantmaður hefur undir stjórn Jose Mourinho að mestu spilað sem bakvörður.
,,Þetta er geggjað, það hefur mikið veri sagt um okkur varnarmennina. Það var mikið sagt í síðustu viku,“ sagði Young.
,,Það eiga allir rétt á sinni skoðun, við höldum bara áfram að halda hreinu og vonandi skorum við mörk til að hjálpa sóknarmönnunum.“
United hefur fengið á sig fæst mörk allra í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímablið.