Vincenzo Montella þjálfari Sevilla telur að hans menn þurfi að drepa Alexis Sanchez til að stoppa hann alveg.
Montella var afar léttur á fréttamannafundi sínum fyrir leikinn gegn Manchester United.
United heimsækir Sevilla í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
,,Ég man vel eftir tíma hans á Ítalíu,“ sagði þessi fyrrum ítalski framherji við fjölmiða í dag.
,,Hann hefur bætt sig rosalega á ferli sínum og getur verið virkilega hættulegur.“
,,Kannski þurfum við að drepa hann að sparka í hann til að stoppa hann.“