Manchester United hefur áhuga á Mateo Kovacic, miðjumanni Real Madrid en það er Mail sem greinir frá þessu.
Miðjumaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid síðan hann kom til félagsins frá Inter Milan árið 2015.
Hann hefur aðeins byrjað einn leik í spænsku deildinni á þessari leiktíð en Real er í miklu basli þessa dagana og situr í fjórða sæti deildarinnar.
Leikmaðurinn vill spila meira til þess að koma sér í stand fyrir HM í Rússlandi en Jose Mourinho er sagður mikill aðdáandi leikmannsins.
Marouane Fellaini er að renna út á samning í sumar og þá ætlar Michael Carrick að leggja skóna á hilluna í sumar.
United gæti því reynt að fá Kovacic til þess að fylla skarðið sem þeir skilja eftir sig.