Joao Mario, miðjumaður Inter er mættur til London þar sem að hann mun nú gangast undir læknisskoðun.
Hann er að ganga til liðs við West Ham og mun skrifa undir lánssamning út tímabilið við enska félagið.
West Ham hefur svo forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en þarf að borga 26 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Þessi 23 ára gamli miðjumaður er portúgalskur en hann hefur aðeins byrjað 5 leiki með Inter á leiktíðinni.
Þá hefur hann lagt upp 3 mörk í ítölsku Serie A á þessu tímabili en hann kom til félagsins frá Sporting árið 2016.