Það vakti mikla athygli þegar Riyad Mahrez kantmaður Leicester sást á leik Arsenal og Chelsea í gær.
Um var að ræða undanúrslit í enska deildarbikarnum en leikið var á Emirates vellinum.
Sky Sports fjallar um málið en þar segir að Mahrez sé ekki að ganga í raðir þessara félaga.
Mahrez var þarna mættur til að horfa á góðan vin og gamlan liðsfélaga, N´Golo Kante.
Þeir eru enn í miklu sambandi eftir að hafa orðið Englandsmeistarar með Leciester.