Edin Dzeko, framherji Roma er á leiðinni til Chelsea en það er Sky Italia sem greinir frá þessu.
Roma og Chelsea hafa komist að samkomulagi um kaup enska félagsins á leikmanninum.
Hann mun nú ferðast til Englands þar sem hann mun ræða kaup og kjör við enska félagið.
Antonio Conte vill fá stóran framherja til þess að auka möguleika liðsins í sókninni.
Dzeko þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með Manchester City á árunum 2011-2016.