Arsenal tekur á móti Chelsea í undanúrslitum enska Deildarbikarsins í kvöld klukkan 20:00 og eru byrjunarliðin klár.
Fyrri leik liðanna á Stamford Bridge lauk með markalausu jafntefli í afar bragðdaufum leik og því ljóst að sigur í kvöld dugar öðru hvoru liðinu til þess að fara áfram í úrslitaleikinn.
Manchester City vann Bristol í gærdag, 3-2 og viðureignina samanlegt 5-3 og því ljóst að City mun spila í úrslitum Deildarbikarsins gegn annaðhvort Arsenal eða Chelsea.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Elneny, Xhaka, Wilshere, Ozil, Iwobi, Lacazette.
Chelsea: Caballero, Azpilicueta, Christensen, Rudiger, Moses, Bakayoko, Kante, Alonso, Willian, Hazard, Pedro.