fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

„Nauðsynlegt að hafa raunhæfar væntingar“

Arnar Pétursson vill að gamlir kenni ungum á HM – Stærsti sigurinn að eignast nýja landsliðsmenn, segir Gunnar Magnússon

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er stórkostlegt að við skulum eiga þessa stráka ennþá að og að þeir fái nú tækifæri til að miðla af reynslu sinni til þeirra sem eru að fara að taka við.“ Þetta segir Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik. Ísland mætir á fimmtudag Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM í handbolta sem hefst í Frakklandi á miðvikudag.

Íslendingar mæta til leiks með mikið breytt lið. Þrír reynsluboltar hafa frá síðasta stórmóti lagt landsliðsskóna á hilluna auk þess sem tvísýnt er um þátttöku eins besta leikmanns heims, Arons Pálmarssonar. Mikið mun þess vegna mæða á nýjum landsliðsmönnum, leikmönnum sem ekki allir hafa séð á skjánum áður.

DV ræddi við tvo íslenska þjálfara, sem öllum hnútum eru kunnugir, áðurnefndan Arnar og Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka, en hann hefur verið viðloðandi landsliðið um langt árabil – þótt hann sé það ekki nú. Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, tók við liðinu á árinu og stýrir því á sínu fyrsta stórmóti í Frakklandi. Óskar Bjarni Óskarsson er honum til aðstoðar.

Kynslóðaskiptin eru núna

Arnar segir að nauðsynlegt sé að hafa raunhæfar væntingar varðandi gengi liðsins á mótinu. Í hans huga er mikilvægt að gefa ungu strákunum stór hlutverk á mótinu og nota þessa leiki til kynslóðaskipta. „Við erum með Vigni, Guðjón Val, Arnór, Ásgeir Örn og fleiri sem hafa verið frábærir fyrir landsliðið í mjög mörg ár. Við þurfum að nýta þá til að gera þessi kynslóðaskipti eins góð og mögulegt er. Þeir þurfa að miðla reynslu sinni til leikmanna eins og Janusar Daða [Smárasonar], Ómars Inga [Magnússonar] og Arnars Freys [Arnarssonar].“

Þessir verða allir með í Frakklandi, ef Róbert Gunnarsson er frátalinn.
Glatt á hjalla Þessir verða allir með í Frakklandi, ef Róbert Gunnarsson er frátalinn.

Mynd: EPA

Ísland spilaði á æfingamóti í Danmörku um og fyrir helgi. Liðið vann góðan sigur á Egyptum í fyrsta leik, tapaði svo með litlum mun gegn Ungverjum í kaflaskiptum leik áður en liðið tapaði illa fyrir ríkjandi Ólympíumeisturum, Dönum. Átta mörk skildu liðin að.

Stöndum bestu þjóðunum að baki

Arnar segir að liðið hafi spilað eins vel á mótinu og hann hafi þorað að vona. „Við unnum góðan sigur á móti Egyptalandi og spiluðum svo við mjög sterkt lið Ungverja. Á sunnudaginn spiluðum við svo við eina bestu þjóð heims. Eins og landsliðsþjálfarinn og fleiri hafa bent á stöndum við bestu þjóðunum nokkuð að baki í dag,“ segir Arnar.

Gunnar segir að Ísland eigi hvað sem öðru líður að vinna Angóla, Túnis og Makedóníu.
Þjálfari Hauka Gunnar segir að Ísland eigi hvað sem öðru líður að vinna Angóla, Túnis og Makedóníu.

Hann var um helgina sérstaklega ánægður að sjá framlag Janusar Daða og Ómars Inga, sem hafi spilað mjög vel á köflum. „Þetta var svolítið köflótt og það komu bæði vondir og góðir kaflar. Mótið bar keim af því að það var verið að velja liðið og það hefur ekki spilað sig saman. „Á heildina litið fannst mér ungu strákarnir betri en ég hafði búist við.“
Hann segir þó að handboltaáhugamenn verði að gefa ungu strákunum tíma og svigrúm til að gera sín mistök. „Við verðum að vera á jörðinni og draga úr væntingum,“ segir Arnar.

Liðið komist í 16-liða úrslit

Um möguleika Íslands á mótinu segir Arnar að við eigum að vinna Angóla og Túnis en leikurinn við Makedóníu sé 50/50 leikur. Ísland er líka í riðli með Spánverjum og Slóvenum en þau lið eru hærra skrifuð en Ísland í dag. Arnar segir að Ísland eigi að geta komist í 16-liða úrslit, þangað sem fjögur af sex liðum í riðlinum komast, og þá sé bara spurningin hvaða lið verði andstæðingur Íslands.

Hann hefur ekki áhyggjur af því að það geti slegið liðið út af laginu ef illa fer í fyrsta leik á móti Spánverjum, en Spánverjar unnu þrjá stórsigra gegn sterkum handboltaþjóðum á móti um helgina. „Við getum alveg strítt Spánverjum og jafnvel unnið þá en það sem við förum fram á er að menn leggi sig 100 prósent fram og skili góðu dagsverki.“
Hann segir að liðið þurfi að finna taktinn varnarlega en það hafi hægt og bítandi gerst um helgina. Hann er þeirrar skoðunar að Aron Rafn Eðvarðsson eigi að standa vaktina í markinu. „Mér finnst Aron betri en Bjöggi í dag og hann er maður framtíðarinnar. Við þurfum að nýta þetta mót til að koma Aroni inn í þetta.“

„Ég er bjartsýnn á þessa keppni“

Gunnar Magnússon tekur í svipaðan streng og Arnar en er þó heldur bjartsýnni. Möguleikar Íslands á að komast upp úr riðlinum séu góðir. „Við eigum að vinna Túnis, Makedóníu og Angóla. Spánverjarnir verða mjög erfiðir og eiga að vinna þennan riðil sannfærandi. Hvað leikinn á móti Slóveníu varðar þá eiga Slóvenarnir að vera betri.“ Hann segir að annað eða þriðja sætið í riðlinum væri ásættanlegur árangur. Þá komist liðið í 16-liða úrslit og gæti mætt Noregi, Rússlandi eða Japan. „Ég er bjartsýnn á þessa keppni, það verður spennandi að sjá þessa nýju stráka.“ Hann hefur þó hóflegar væntingar. „Ég held að stærsti sigurinn á þessu móti verði sá að eignast nýja landsliðsmenn og fjárfesta vel í framtíðinni.“ Ekki sé hægt að ganga að árangri á mótinu sjálfu vísum. Þar geti brugðið til beggja vona.

Arnar Pétursson er hóflega bjartsýnn á gott gengi. Segir að nýir leikmenn þurfi tíma.
Þjálfari ÍBV Arnar Pétursson er hóflega bjartsýnn á gott gengi. Segir að nýir leikmenn þurfi tíma.

Ungir með góðan leikskilning

Hann vonast til að Aron Pálmarsson verði með og hann hlakkar til að sjá þá Janus og Ómar vinna saman. Allir séu þeir leikmenn sem búi yfir miklum leikskilningi. Hafa beri þó í huga að Janus og Ómar muni ekki ekki draga vagninn á þessu móti, gegn stóru þjóðunum. Of mikið væri að ætlast til þess. Þessum leikmönnum til fulltingis eru svo reynslumiklir menn á borð við Arnór Atlason, Rúnar Kárason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ólaf Guðmundsson, sem hefur farið áður á stórmót.

Gunnar segir viðbúið, miðað við breytingarnar sem orðið hafa á liðinu, að leikur liðsins verði kaflaskiptur í Frakklandi. Við því sé ekkert að gera. Það taki tíma að slípa saman nýtt lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“