fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Hraustasta fólk Íslands keppir um helgina

Íslandsmeistaramótið í CrossFIt er hafið – Sigurvegararnir krýndir á sunnudag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2016 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistaramótið í CrossFIt fer fram um helgina. Það hófst í gær. 52 konur og 53 karlar keppa um titlana hraustasta kona og hraustasti karl Íslands. Mótið fer fram í Crossfir Reykjavík, Sundlaug Kópavogs og íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum mótsins.

Þar kemur fram að 253 einstaklingar hafi tekið þátt í undankeppni fyrir mótið en á meðal þátttakenda eru fremsta keppnisfólk Íslands í CrossFit. Í tilkynningunni segir að á meðal keppenda séu Þuríður Helgadóttir, Oddrún Eik Gylfadóttir, Sigurður Hafsteinn Jónsson og Hinrik Ingi Óskarsson. Þau muni vafalaust gera harða atlögu að titlum í sínum flokkum.

Björgvin Karl Guðmundsson hefur náð bestum árangri Íslendinga í karlaflokki.
Hraustur Björgvin Karl Guðmundsson hefur náð bestum árangri Íslendinga í karlaflokki.

„Keppt verður í fimm kvenna- og karlaflokkum á mótinu, sem skiptist í opin flokk, karla- og kvennaflokk 35-39 ára, karla- og kvennaflokk 40-44 ára, karla- og kvennaflokk 45-49 ára og svo í flokkum karla og kvenna sem eru 50 ára og eldri.“

Þá segir að áhugi Íslendinga á CrossFit þurfi ekki að koma í óvart í ljósi þess hve Íslendingar hafi náð góðum árangri í greininni á erlendri grundu. Íslendingar hafi í fjórgang eignast heimsmeistara kvenna á CrossFit-heimsleikunum í Carson í Kaliforníu. „Annie Mist Þórisdóttir hefur tvívegis sigrað heimsleikana og Katrín Tanja Davíðsdóttir jafnaði svo það met þegar hún var krýnd hraustasta kona veraldar á heimsleikunum í sumar.“

Þá er skemmst að minnast þess að Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum fyrr á árinu, sem og á síðasta ári. Um 2.500 manns iðki sportið á Íslandi.

„Sigurvegarar mótsins í öllum flokkum verða krýndir kl. 17:00 í Digranesi á sunnudaginn. Dagskrá og nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu CrossFitsambands Íslands, www.cfsi.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall