fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Fórnfýsi hnúfubakanna

Sjónarvottar hafa séð hvalina bjarga selum frá háhyrningum

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkennd er tilfinning sem við mennirnir eignum okkar tegund og erum furðulostnir þegar dýr sýna merki um slíkar tilfinningar. Þrátt fyrir það eru þess mýmörg dæmi meðal annarra spendýra að slíkar tilfinningar bærist innra með þeim. Yfirleitt beinist þessi samkennd þó að einstaklingum af sömu tegund en árið 2009 varð sjávarlíffræðingurinn Robert Pitman vitni að stórkostlegu atviki.

Weddel-selur barðist fyrir lífi sínu við Suðurskautslandið. Vaða af háhyrningum hafði gert árás og tekist að velta selnum af öruggum ísnum og í hafið þar sem dauðinn blasti við. Allt í einu kom hnúfubakur einn askvaðandi og ruddist inn í hóp háhyrninganna. Hann synti undir selinn, sneri sér yfir á bakið og synti upp þannig að selurinn hvíldi í öryggi á kviði hvalsins. Því næst synti hnúfubakurinn að næstu ísrönd og leyfði selnum að príla yfir í öruggt skjól.

Pitman og samstarfsmenn urðu forviða yfir þessu athæfi hnúfubaksins. Ekkert nema fórnfýsi virtist vaka fyrir spendýrinu ógnarstóra. Fullorðnum hnúfubökum stafar ekki, svo vitað sé, hætta af háhyrningavöðu en oft má finna sár og áverka á dýrunum sem greinilega eru eftir hina grimmu ættingja Keikós. Ekki fylgir sögunni hvort hetjan sem Pitman fylgdist með hafi orðið fyrir barðinu á svekktum drápshvölum.

Annt um líf annarra tegunda

Eftir að hafa fylgst með þessu ótrúlega athæfi hvalsins fóru Pitman og samstarfsmenn hans að safna gögnum um samskipti hnúfubaka og háhyrninga. Fimmtíu og fjórir sjónarvottar höfðu orðið varir við slík samskipti á árunum 1951 til 2012. Alls voru 115 tilvik skráð en greint var frá niðurstöðum Pitmans og félaga í nýjasta hefti Marine Mammal Science. Af þessum 115 tilvikum áttu 57 prósent sér stað að frumkvæði hnúfubakanna sem bendir til þess að þeir leiti sérstaklega uppi aðstæður þar sem þeir geta tekist á við háhyrningana. Í yfirgnæfandi fjölda þessari tilvika voru háhyrningarnir að veiða sér til matar og yfirleitt var um að ræða aðra tegund en hnúfubaka. Það bendir til þess að hnúfubökum sé annt um líf annarra tegunda en sína eigin.
Hvalirnir hafa sést bjarga sæljónum, tunglfiskum, selum og gráhvölum. Þá hafa hnúfubakarnir sést beita fjölbreyttum aðferðum við að berjast gegn háhyrningunum. Fyrir utan björgunina sem Pitman varð vitni að hafa hnúfubakar sést berja háhyrningana með bægslum sínum, elta þá uppi á ógnandi hátt og fæla þá í burtu með hávaða.

Niðurstaða vísindamannanna er sú að hnúfubakar séu varir um sig í kringum háhyrninga vegna þess að rándýrin ráðast gjarnan á kálfa hnúfubaka. Því sé það í eðli þeirra að ráðast til atlögu þegar háhyrningar gera sig líklega til þess að veiða sér til matar. Hvað rekur þá áfram þegar þeir átta sig á því að um sé að ræða aðra tegund en þeirra eigin er enn ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa