fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Þurfti skurðaðgerð til að losa leikfang úr endaþarmi

Reyndu að fjarlægja hann með gaffli og grilltöng – Deildi öllu saman á Facebook og vill opna umræðuna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. október 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona, hin 24 ára gamla Emma Philips, þurfti nýverið að gangast undir skurðaðgerð til að láta fjarlægja kynlífsleikfang úr endaþarmi sínum. Um var að ræða sjö tommu gervilim sem festist. Nokkrir breskir miðlar fjalla um málið, þar á meðal Daily Mail.

Það var snemma á laugardagsmorgun sem leikar æstust í svefnherbergi þeirra Emmu og Lee Miller, kærasta hennar. Að einhverjum atlotum liðnum hvarf gervilimurinn, en hún deildi frásögn sinni af málinu á samfélagsmiðilinn Facebook, að sögn til að fyrirbyggja að aðrir lendi í því sama.

Fundu hvergi liminn

Hún greinir frá því að fyrst um sinn hafi hún haldið að kærasti sinn væri að fela fyrir sér leikfangið, en ekki liggur fyrir í smáatriðum hvað á hafði gengið fram að því. Þau héldu svo að limurinn hefði dottið út en leituðu af sér allan grun. Þegar Miller fór að þreifa á kvið sínum fann hún fyrir leikfanginu innvortis. Ekki bætti úr skák að dildóinn, sem við skulum kalla svo, var stilltur á titring.

Gaffall og grilltöng

Þau skötuhjú dóu ekki ráðalaus heldur reyndu að ná leikfanginu út og notuðu til þess meðal annars gaffal og grilltöng. „Lee datt alls kyns snjallræði í hug. Hann reyndi að nota handfangið af gaffli – sem við notum ekki aftur – og sagði á einum tímapunkti að hann fyndi fyrir honum. En hann reyndist of langt uppi – hann var farinn,“ segir Miller hreinskilin. „Hann reyndi líka að nota grilltöng, í um klukkutíma, en smám saman rann það upp fyrir okkur að við þyrftum að fara á sjúkrahús. Okkur var báðum svolítið brugðið.“

Miller á sjúkrahúsinu.
Á leið í aðgerð Miller á sjúkrahúsinu.

Segir ekki meira af húsráðum þeirra hjónaleysa en á sjúkrabíl hringdu þau. Þannig vildi nefnilega til að þau höfðu bæði fengið sér í glas kvöldið áður og voru óökuhæf. „Sá sem svaraði bað mig að segja sér nákvæmlega hvað amaði að, svo það varð ég að gera.“

Hefði getað fengið stóma

Á spítalanum voru teknar af henni röntgenmyndir. Læknarnir sáu að dildóinn var svo innarlega að það yrði of sársaukafullt að gera tilraun til að ná honum á hefðbundinn hátt út. „Þeir grínuðust með þetta til að byrja með en gamanið kárnaði þegar þeir sögðu mér að þeir gætu þurft að sækja hann í gegn um kviðarholið.“ Henni var líka sagt að ef til þess kæmi yrði hún að bera stómapoka í að lágmarki sex mánuði.

Hún segir að þeir hafi sagt að svona vandamál kæmi oftar á borð til þeirra en fólk grunaði.

Af spítalanum skrifaði Miller á Facebook, fyrir alla þá sem lesa vildu, að svolítil gleðistund í morgunsárið hefði leitt af sér að hún lægi nú á spítala í Wrexham. Hún væri á leið í aðgerð til að láta fjarlægja bleikan dildó úr endaþarmi sínum, á meðan hann væri enn í gangi. „Laugardagur er svo sem ekki verri tími en hver annar,“ skrifaði hún kímin.

Aðgerðin gekk að óskum því ekki kom til þess að hún þurfti stóma. Miller, sem er kennaranemi, miðlar nú af reynslu sinni í þessum efnum. Hún hvetur fólk til að skammast sín ekki fyrir það sem hendir það í kynlífinu og víli ekki fyrir sér að leita sér hjálpar, fari illa.

Vill opna umræðuna

Hún segir að umræða um þessi mál sé mikið tabú. Því vill hún breyta. Hún vill ekki að einhver veikist heiftarlega vegna þess að hann kunni ekki við að leita sér hjálpar. „Það fyndist mér afleitt.“

Læknarnir sögðu henni að reyna þetta ekki í bráð. „Ég tók nokkrar verkjatöflur og var sagt að gera þetta ekki aftur fyrr en ég væri tilbúin. Ég hef lært að maður þarf að fara varlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“