1934 – Eitrað fyrir fólki í Ingólfsapóteki

Kristinn H. Guðnason skrifar
Laugardaginn 13. janúar 2018 16:30

Þann 7. apríl árið 1934 áttu sér stað skelfileg mistök í Ingólfsapóteki þegar þrír sjúklingar fengu eitur í stað meðals. Bílstjóri einn og tvær konur komu í apótekið og báðu um amidophyrin, bólgueyðandi meðal, en fengu þá arsenikblöndu í staðinn. Efnunum hafði þá verið raðað upp í stafrófsröð í geymslu apóteksins en eiturefnin ekki geymd sérstaklega, og arsenikið blandað fyrir vangá. Sjúklingarnir voru fluttir á Landspítala með hita og mikil uppköst. Uppköstin urðu þeim til lífs því skammturinn hefði annars verið banvænn. Málið var rannsakað af lögreglunni og Landlæknisembættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af