1602 – „Höggðu betur, maður“

Kristinn H. Guðnason skrifar
Laugardaginn 13. janúar 2018 17:00

Í Skarðsárannál segir frá aftöku Björns Þorleifssonar, þeirri fyrstu sem framkvæmd var samkvæmt Stóradómi. Björn var líflátinn fyrir kvennamál og svall en fékk góða iðran frá Oddi Einarssyni Skálholtsbiskupi. Í annálnum segir að Björn hafi gengið keikur til móts við dauðann, kvaddi hann menn með handabandi og lagðist síðan óbundinn á höggstokkinn. En böðullinn var þá orðinn „gamall og slæmur og krassaði í höggunum.“ Björn lá kyrr í fyrstu en eftir sex högg sneri hann sér að böðlinum og sagði: „Höggðu betur, maður!“ Þessi hvatningarorð virðast þó ekki hafa haft teljandi áhrif því að 30 högg þurfti til að ná höfðinu af Birni. „Var það hryggilegt að sjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af