DV Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Dan Brown í Kiljunni

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

0
Miðvikudagur 25.apríl 2018

Rapparinn 2pec synti frá ógreiddum reikningi

Sporðrenndi kræsingum fyrir 50 þúsund krónur og reyndi síðan að synda í burtu

Björn Þorfinnsson skrifar
Mánudaginn 10. apríl 2017 22:00

Ástralski rapparinn 2pec var á dögunum ákærður fyrir þjófnað og tilraun til líkamsárásar. Ekki ert hægt að segja að nafn rapparins gefi til kynna að listamaðurinn sé sérstaklega frumlegur en því er öðru nær. 2 pec komst nefnilega í heimsfréttirnar fyrir nýstárlega leið til þess að sleppa frá reikningi á veitingastað. BBC greinir frá

Gerði vel við sig

Hinn meinti þjófnaður átti sér stað á veitingastaðnum Omeros Bros í Queensland í Ástralíu þar sem að 2pec, sem heitir réttu nafni Terry Peck og er 33 ára gamall, gerði vel við sig fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann pantaði sér tvo heila humra, kolkrabba og 21 ostru í vodkalegi. Þessu skolaði hann niður með allmörgum Corona-bjórum. Reikningurinn var kominn upp í rúmlega 50 þúsund krónur þegar að 2pec sá sér leik á borði, hljóp frá borðinu, óð út í sjó og stakk sér til sunds.

Flóttinn mikli heppnaðist ekki. Starfsmenn veitingastaðarins voru snöggir að hringja í lögregluna og skömmu síðar voru lögreglumenn á sæköttum komnir á hæla, eða öllu heldur sporð, Pecks. Hann var því næst samviskusamlega handtekinn og dreginn á þurrt.

Sagði humarinn óætan

Tónlistarmaðurinn, sem gaf út lagið Ozi Ozi Ozi Oy Oy Oy án þess að nokkur tæki eftir því, var hinsvegar snöggur að hugsa og gaf þá skýringu að hann hefði verið að drífa sig til þess að aðstoða vinkonu sína sem væri komin með hríðir á ströndinni.

Eigendur veitingarstaðarins gáfu lítið fyrir þá skýringu og kærðu þjófnaðinn.
Fyrir rétti sagði gaf 2pec aðra útskýringu á framferði sínu. Sagði hann að humarinn hafði verið ofeldaður og þar af leiðandi óætur. Blaðamaður er engu nær afhverju það réttlætir skjótan flótta frá reikningnum.

Fulltrúi veitingastaðarins Omeros Bros, Mark Hunnybun, greip til varna í fjölmiðlum: „Við sérhæfum okkur í fullkomlega elduðum humar.“ Niðurstöðu dómstóla er að vænta á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af