fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Ofurölvi unglingar í Kópavogi og Garðabæ – Ökumaður reyndi að hlaupa inn í hús til að sleppa frá lögreglu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 20 í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi unglinga í veitingasölu í Garðabæ. Í framhaldi af þessu var óskað eftir sjúkrabifreið vegna unglings, fæddur 2005, sem væri hugsanlega með áfengiseitrun. Hann var fluttur á sjúkrahús. Foreldrum hans gert viðvart sem og barnaverndaryfirvöldum.

Um klukkan 21 höfðu lögreglumenn afskipti af ofurölvi 15 ára unglingi við verslunarmiðstöð í Kópavogi. Honum var ekið heim til foreldra sinna og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.

Ökumaður var handtekinn um klukkan 17 í gær hverfi 104. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna sem og að hafa ekið sviptur ökuréttindum og það ekki í fyrsta sinn.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um innbrot í íbúð í miðborginni. Fartölvu og skartgripum var stolið.

Ölvaður maður var handtekinn við heilbrigðisstofnun í Bústaðahverfi á áttunda tímanum. Hann hafði fengið þá þjónustu sem hann þarfnaðist en vildi ekki yfirgefa staðinn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum var maður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um að hafa ógnað starfsmanni hótels með hnífi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í miðborginni grunaður um ölvun við akstur.

Á öðrum tímanum var annar ökumaður handtekinn í miðborginn en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í Garðabæ en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Um klukkan 21 í gærkvöldi hugðust lögreglumenn stöðva akstur bifreiðar í Breiðholti. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum, ók inn á bifreiðastæði við fjölbýlishús og reyndi að hlaupa inn í það en laganna verðir eru fótfráir og náðu honum og handtóku. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur, að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglunnar og að hafa ekið á ökuréttinda en hann er sviptur þeim.

Á fyrsta tímanum í nótt var kona handtekin í Kópavogi en hún var að brjótast inn í bifreið þar í bæ. Hún var vistuð í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær var ökumaður handtekinn í Kollafirði en hann er grunaður um ölvun við akstur. Klukkustund síðar var ökumaður handtekinn í Árbæjarhverfi en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna sem og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi