fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 18:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurlandsvegi hefur verið lokað milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs vegna áreksturs tveggja bíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt tilkynningunni hefur fólk slasast alvarlega í árekstrinum og hefur verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hina slösuðu af vettvangi.

Búist er við að lokunin verði í gildi eitthvað fram eftir kvöldi. Uppfærð FB-færsla lögreglunnar á Suðurlandi um málið er svohljóðandi:

Búast má við að lokun Suðurlandsvegar vari í 2-3 klukkustundir vegna björgunarstarfa og rannsóknarvinnu á vettvangi.

Suðurlandsvegi hefur verið lokað milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs vegna áreksturs tveggja bifreiða við Hjörleifshöfða. Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi. Ljóst er að talsverð slys eru á fólki. Óskað hefur verið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja slasaða af vettvangi. Ökumenn og farþegar eru erlendir ferðamenn.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar að sinni.

UPPFÆRT KL. 19:36

Allir hinir slösuðu, alls fjórir, hafa verið fluttir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er að taka á loft á vettvangi. Við tekur áframhaldandi vinna og rannsókn á vettvangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“