Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af einstaklingi í morgun sem svaf undir húsvegg í miðborg Reykjavíkur. Í orðsendingu frá lögreglu um verkefni morgunsins kemur fram að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi. Þá var hann orðinn kaldur og hafði í engin hús að venda.
Þá segir að lögreglumenn hafi veitt athygli tveim mannlausum bifreiðum í vesturbænum. Við eftirgrennslan kom í ljós að þessum bílum hafði verið stolið og voru eigendur þeirra upplýstir um málið. Þá var ofurölvuðum einstaklingi í Háaleitis- og Bústaðahverfi ekið heim til sín þar sem hann gat enga björg sér veitt úti á götu.
Eitt umferðaróhapp varð í miðborginni í mörgum þar sem ökumaður ók á umferðarljós. Ökumaðurinn reyndist vera án ökuréttinda ásamt því að bifreið hans var vanbúin til vetraraksturs.